Breiðablik, Gerpla, HK og Brauðkaup efna til styrktarveislu á netinu. Eins og allir vita þá er bæði rekstur íþróttafélaga og veitingastaða erfiðari nú en í venjulegu árferði.
 
Því viljum við bjóða Kópavogsbúum upp á að slá tvær flugur í einu höggi. Með því að kaupa máltíð af Brauðkaup af heimasíðunni www.braudkaup.is, þá getur þú samhliða styrkt þitt félag með þeirri fjárhæð sem þú kýst, sem rennur alfarið til félagsins. Margt smátt gerir eitt stórt.
Veislan fer fram dagana 9. til 15. nóvember nk. Brauðkaup býður upp á take-away allan daginn. Jafnframt er heimsendingar á fimmtudögum til sunnudags frá kl. 18-20.
 
Skelltu þér á www.braudkaup.is þar sem þú pantar og leggur fram þitt framlag. Verslum í heimabyggð og styrkjum okkar klúbb