Sunnudaginn 18.febrúar fór fram létt innanfélagsmót hjá okkur í karatedeildinni. Mótið var sett upp þannig að allir fengu að gera 3-4 kata, þar sem við skiptum iðkendum upp í nokkra hópa og létum alla keppa á móti öllum. Góð þátttaka var úr öllum flokkum, sérstaklega var gaman að sjá yngstu iðkendur okkar koma og framkvæma kata þó svo að sumir hafi kostið að fá smá aðstoð frá aðstoðarþjálfurum okkar.  Að lokum var mótið klárað með góðri pizzaveislu svo allir fóru glaðir heim.

Við látum mynd af hópunum fylgja með.