Laugardaginn 3.mars fer fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata.  Mótið verður haldið í Íþróttasal karatedeildar Fylkis, Fylkisselinu, í Norðlingaholti.  Að venju fer allt okkar eldra keppnisfólk (þjálfarar deildarinnar) á mótið, ýmist sem keppendur, liðsstjórar eða dómarar.  Mótið hefst kl.10 og ætti að vera búið um kl.14.

Af þeim sökum falla allar æfingar niður hjá deildinni laugardaginn 3.mars. Þetta eru æfingar fyrir Börn 1.flokk, Unglinga 2.flokk og Unglinga 1.flokk. Við hvetjum hins vegar alla til að koma á mótið og styðja okkar fólk, gott fyrir iðkendur að sjá kennara sína keppa í kata. Við eigum ríkjandi Íslandsmeistara í kata kvenna og höfum gegnum árin náð góðum árangri á þessu móti.