Í dag, laugardaginn 3.mars, var Íslandsmeistaramót fullorðinna haldið í Fylkissetrinu í umsjón Karatefélagsins Þórshamars. Keppt var í einstaklingsflokkum og í liðakeppni (Hópkata). Góð mæting var á mótinu, bæði í einstaklingsflokkum og í hópkata. Breiðablik átti góðan hóp keppenda sem kepptu í öllum flokkum. Breiðablik átti titil að verja í kvennaflokki og stefnan var á að ná aftur titli í hópkata.

Í kvennaflokki vann Svana Katla Þorsteinsdóttir og varð því Íslandsmeistari í kata kvenna 4 árið í röð, vann alla sína andstæðinga. Í úrslitum mætti hún liðsfélaga sínum úr Breiðablik, Örnu Katrínu Kristinsdóttur, og fékk Breiðablik því tvenn verðlaun í kvennaflokki. Þær tvær ásamt Móey Maríu Sigþórsdóttur McClure voru svo í kvennaliði Breiðabliks sem vann hópkata kvenna, er þetta í 6 skiptið á síðustu 7 árum sem Breiðablik vinnur hópkata kvenna. Svana Katla endaði því sem tvöfaldur meistari í dag í 3ja skiptið.

Í karlaflokki fengum við ein verðlaun þegar Elís Þór Traustason náði 3ja sæti eftir að hann vann liðsfélaga sinn Ólaf Briem, auk þess beið Ögmundur Albertsson lægri hlut í sinni viðureign um 3ja sætið. Í hópkata karla fékk Breiðablik tvenn verðlaun, silfur hlutu þeir Jóhannes Felix, Elís Þór og Ólafur Jóhann, bronsverðlaun fengu svo Ögmundur, Ólafur og Gunnar.

Þegar uppi var staðið var árangur 2 gull, 2 silfur og 2 brons, Breiðablik var því stigahæsta félagið með 18 stig og varð því Íslandsmeistari félaga í kata.

Verðlaun Breiðabliks í dag:

Kata Kvenna
1.sæti Svana Katla Þorsteinsdóttir
2.sæti Arna Katrín Kristinsdóttir

Kata karla
3.sæti Elís Þór Traustason

Hópkata Kvenna
1.sæti Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Móey María Sigþórsdóttir McClure

Hópkata karla
2.sæti Jóhannes Felix Jóhannesson, Elís Þór Traustason og Ólafur Jóhann Briem
3.sæti Ögmundur Albertssson, Ólafur Briem og Gunnar S. Arnarson

Á meðfylgjandi myndum má svo sjá keppnishóp okkar ásamt Svönu Kötlu með verðlaun sín.