Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímablið 2020. Berglind er fædd árið 1992 og er einn reyndasti leikmaður ungs liðs Breiðabliks. Þar að auki hefur Berglind einnig spilað 31 A landsliðsleik á undanförnum árum.

Berglind Björg hefur leikið 146 leiki með liðinu í efstu deild frá því að hún spilaði sinn fyrsta leik með Breiðabliki árið 2007, þá aðeins 15 ára gömul. Í þessum leikjum hefur hún skorað 94 mörk. Berglind var ein af lykilleikmönnum síðasta sumars og skoraði 25 mörk á síðasta ári. Í vetur lék Berglind með Verona á Ítalíu en er nú komin heim í Breiðablik.

Við óskum Blikum og Berglindi innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til næstu ára með þessa markadrottningu í framlínunni