Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks fór fram 7. mars síðast liðinn í Veislusalnum í Smáranum. Formaður fór yfir liðið sundár sem hefur gengið afar vel hjá deildinni, farið var yfir ársreikninginn og hann samþykktur einróma, ný stjórn var kosin og nokkur önnur mál voru rædd. Úr stjórn gekk Þröstur Spörri Jónsson og til stóð að Ragnar Viktor Hilmarsson færi einnig úr stjórn en samþykkti að sitja fram á haust meðan verið væri að finna nýjan í hans stað.
Ný stjórn sem var kosin er eftirfarandi:
Ragnar Viktor Hilmarsson, formaður
Gunnlaugur Þór Guðmundsson, gjaldkeri
Hákon Hrafn Sigurðsson, meðstjórnandi
Bryndís Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Hjördís Rögn Baldursdóttir, meðstjórnandi
Gísli Ágústsson, meðstjórnandi
Dagbjört Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi
Guðlaug Björnsdóttir, meðstjórnandi
Þóra Kristín Bjarnadóttir, meðstjórnandi
Stjórnin þakkar Þresti Spörra Jónssyni fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu sunddeildarinnar.