Í kvöld, fimmtudaginn 5.apríl, fór fram gráðun í lok æfingabúða hjá Richard Amos Sensei. Fimm einstaklingar frá Breiðablik reyndu við svart belti (Shodan) og stóðu sig frábærlega. Öll stóðust þau prófið og eru því komin með Shodan. Þetta er frábær árangur og staðfesting á þeirri vinnu sem þessir iðkendur deildarinnar hafa sýnt. Öll hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri og er hann stór áfangi á þeirra karateferli.
Þess má geta að frá stofnun deildarinnar hafa 48 einstaklingar tekið svart belti.
Á meðfylgjandi mynd má sjá nýju svartbeltingana ásamt prófdómaranum Richard Amos Sensei, auk þjálfara deildarinnar þeim Helga Jóhannessyni og Vilhjálmi Þór Þórusyni.
Þau sem náðu Shodan í kvöld eru;
Elís Þór Traustason
Guðbjörg Birta Sigurðardóttir
Hlynur Bjarnason
Jóhannes Felix Jóhannesson
Tómas Aron Gíslason
Deildin er virkileg ánægð með þessa útkomu og óskar þeim öllum innilega til hamingju.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri, Helgi, Tómas, Elís, Hlynur, Richard Amos Sensei, Jóhannes, Guðbjörg og Vilhjálmur.