ÍM50 hélt áfram í dag í Laugardalnum. Fyrir hádegi voru undanrásir sem gengu mjög vel hjá okkar sundfólki sem tryggði sig í úrslit í mörgum sundum. Freyja synti t.d. aðeins 5 sek frá meyjarmeti í 1500m skriðsundi og einnig var Gústav að synda vel.
Úrslit fóru fram seinni partinn í dag þar sem 8 bestu sundmenn úr undanrásum syntu og var árangur sem hér segir:
100m baksund kvenna: Guðný Birna varð í 3. sæti með góðri bætingu og Ragnheiður varð í 8. sæti.
100m baksund karla: Brynjólfur Óli náði sér í bronsið og bætti sinn besta tíma.
200m flugsund kvenna: Bryndís varð í 4. sæti.
200m flugsund karla: Patrik Viggó varð Íslandsmeistari og Róbert varð í 4. sæti og bætti sig.
100m skriðsund kvenna: Ragna Sigríður nældi sér í silfrið í fyrsta skiptið undir 1:00. Kristín Helga varð í 4. sæti og svo Guðný í því 5.
100 skriðsund karla: Davíð Fannar synti mjög vel í 3. sæti og bætti sinn besta tíma
50m bringusundi karla: Þar áttum við 4 af 8 í úrslitum. Kristján náði silfrinu, Huginn varð 4. og Hallgrímur og Óskar í 7. og 8. sæti.
200m fjórsundi kvenna: Ragnheiður Karlsdóttir náði 6. sæti rétt við sinn besta tíma.
200m fjórsund karla: Huginn Hilmarsson náði bronsinu aðeins frá sínum tíma og Hallgrímur varð 4. með góða bætingu.
1500m skriðsund karla: Þar áttum vi einnig 4 í úrslitum. Patrik varð Íslandsmeistari í greininni á góðum tíma. Óskar varð annar með góðri bætingu. Kristófer Atli bæti sig einnig mikið og varð 4. og Róbert 5.
4x100m fjórsund kvenna: Náðum 3. sæti sem var hrikalega vel gert hjá okkur dömum því í sveitinni var yngsta stelpan sem keppti á ÍM, hún Freyja en hún er 12. aldursári.
4x100m fjórsundi karla: Strákarnir okkar náðu 2. sæti.
Mjög góður dagur í dag og hlökkum til að takast á við síðasta daginn á þessu ÍM.