Í dag fór síðasti dagur ÍM50 fram í Laugardalnum. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel í undanrásunum í morgun. Andri, Guðmundur og Freyja voru að keppa sínu fyrsta ÍM og stóðu sig öll vel og voru að synda við sína bestu tíma eða bæta þá. Undanrásirnar enduðu á 4x100m skriðsund blandað og vorum við með tvær sveitir, A-sveitin varð Íslandsmeistari og B-sveitin varð í 2. sæti.

Úrslit hófust síðan kl. 17 í dag þar sem 8 bestu sundmenn úr undanrásum syntu og var árangur sem hér segir:

400m fjórsund karla: Patrik Viggó varð Íslandsmeistari með góða bætingu. Hallgrímur tók silfrið og Kristófer náði 4. sæti.
50m flugsund kvenna: Kristín Helga náði 4. sæti.
50m flugsund karla: Kristján Ari varð 8. og bætti sig aðeins frá því um morguninn
200m skriðsundi kvenna: Þar áttum við 5 keppendur af 8. Ragna Sigríður tók silfrið og bætti sinn tíma, Bryndís fékk bronsið, Kristín Helga varð 4., Ragnheiður 6. og Regína 7.
200m skriðsund karla: Huginn náði 4. sæti.
50m baksund kvenna: Guðný Birna synti vel og náði 4. sæti.
50m baksund karla: Brynjólfur Óli tók bronsið og bætti sig.
200m bringusund karla: Óskar fékk bronsið og Hallgrímur varð í 4. sæti.
800m skriðsundi kvenna: Ragna Sigríður var að synda vel og nældi sér í silfrið, Bryndis varð 4. og Regína 6.
800m skriðsund karla: Breiðablik átti fjóra keppendur í úrslitum sem tóku og röðuðu þeir sér í fyrstu 4 sætin. Patrik varð Íslandsmeistari á flottum tíma, Huginn tók silfrið og Kristófer fékk bronsið og Róbert varð í 4. sæti.

í 4x100m skriðsundi kvenna urðum við Íslandsmeistarar á glæsilegum tíma. Þvílík barátta hjá dömunum okkar sem enduðu Íslandsmeistarmótið með glæsibrag. Karlasveitin varð í 3. sæti.

Sundfólk úr Breiðablik átti mjög gott mót en samtals unnum við til 36 verðlauna, 10 gull, 13 silfur og 13 brons. Aðeins SH var með fleiri verðlaun en við, samtals 42 verðlaun. Ægir enduðu í 3. sæti með 18 verðlaun.

Þjálfarar þakka fyrir mótið og hlakka til að takast á við næsta verkefni. Kristín Helga og Patrik munu keppa á Norðurlandamóti æskunnar (NÆM) í Lettlandi í júlí og Brynjólfur Óli mun keppa á Ólympíuleikum ungmenna (Youth Olympic Games) í Argentínu í október.