Ingvar Ómarsson (Breiðablik) og Halla Jónsdóttir (HFR) unnu í kvöld 1. bikarmót sumarsins í fjallahjólreiðum (Morgunblaðshringinn). Keppnin fór fram á skemmtilegum og krefjandi hring fyrir ofan Rauðavatn. Meistaraflokkur karla hjólaði 4 hringi og konurnar 3. Ingvar var í harðri baráttu við Hafstein Ægi (HFR) á fyrstu 2 hringjunum en náði síðan um 20 sek forskoti sem hann hélt til loka. Fyrsti sigur Breiðabliks í fjallahjólabikar staðreynd. Steinar Þorbjörnsson úr Breiðablik varð í 4. sæti í meistaraflokki karla.

Ingvar Ómarsson á ferðinni í kvöld í Morgunblaðshringnum. Mynd: Hari mbl.is.