Dagana 19. og 20. maí sl. tók 4. flokkur karla þátt í sterku móti í Dortmund í Þýskalandi auk þess að spila tvo æfingaleiki.

Breiðablik sendi 22 leikmenn sem fóru í fylgd tveggja þjálfara auk fararstjóra. Leikið var í miklum hita gegn heimaliðinu Keiserau, dönsku meisturunum í Midtjylland, Duisburg frá Þýskalandi og landsliði Malasíu. Þá lék liðið æfingaleiki gegn Wigan frá Englandi og Breda frá Hollandi.

Mikil ánægja var með ferðina og mótið sem var lærdómsríkt á marga vegu.

Úrslit leikjanna má sjá á heimasíðu mótsins.

https://www.meinturnierplan.de/showit.php?id=1525410987