Góður árangur náðist í mörgum greinum á Vormóti ÍR í frjálsum, og margar bætingar.

 

Juan Ramon Borges varð í 2.sæti í 100m á 11.03 sek. og í 200 m hlaupi á 22.56 sek.

 

Ingi Rúnar Kristinsson varð í 3.sæti í 110 m grind og 2.sæti í spjótkasti.

 

Ægir Örn Kristinsson varð í 1.sæti í stangarstökki á persónulegu meti 3,50 m.

 

Í langstökki sigraði Gylfi I. Gylfason með stökk upp á 6.66 m og í öðru sæti Arnór Gunnarsson 6,46 m.

 

Bjarki Rúnar Kristinsson sigraði í þrístökki 13,70 m og í kúluvarpi bar Kristján Viktor Kristinsson sigur úr bítum með kast upp á 15,28 m.

 

Birna Kristín Kristjánsdóttir sigraði í langstökki kvenna og stökk þrisvar sinnum yfir lágmarki á EM U 18 lengst 5,87 m.

 

Sara Mjöll Smáradóttir bætti sig verulega í 800 m hlaupi hljóp á 2:26,62 sek. og varð í þriðja sæti.

 

Mikil gróska hjá Blikum í frjálsum og framtíðin er svo sannarleg björt.