Símamótið var sett í 34. sinn í kvöld. Metþátttaka er á mótinu í ár en 328 lið eru skráð til leiks og munu rúmlega 2.200 stelpur keppa þessa þrjá daga sem mótið fer fram. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum settu mótið. Jón Jónsson kom svo keppendum og fjölskyldum þeirra í stuð fyrir komandi daga. Keppni hefst kl. 8.30 á föstudagsmorgun og úrslitaleikir munu fara fram eftir hádegi á sunnudag.
Allar upplýsingar um mótið má finna á simamotid.is