Þríþrautardeild Breiðabliks kynnir starfsemi sína þriðjudaginn 28. ágúst á 2. hæði í Smáranum. Hér eru upplýsingar um helstu pakka sem deildin mun bjóða upp á en nánari upplýsingar verða veittar á fundinum.
1. Sundæfingar: 37.990,-
3 sundæfingar í viku með þjálfara, með aðgangi að laug á æfingatíma (ekki árskort). Keppnisgjöld á IMOC innifalin.
2. Þríþraut úti: 54.990,-
Aðgangur að öllum æfingum á vegum félagsins sem fara fram utandyra með aðgangi að laug á æfingatíma (ekki árskort). Æfingaprógram á Training Peaks.
3. Þríþraut úti og inni: 99.990,-
Allar úti og inni æfingar á vegum félagsins (sund, hlaup, hjólreiðar, styrktarþjálfun). Kemst á æfingar félagsins í Sporthúsinu og í sundlauginni á æfingatíma (ekki árskort í Sporthúsið eða sundlaug). Æfingaprógram á Training Peaks.
4 Þríþraut allur pakkinn: 131.990,-
Allar úti og inni æfingar á vegum félagsins (sund, hlaup, hjólreiðar, styrktarþjálfun). Árskort í Sporthúsið og í Sundlaugar Kópavogs fylgir. Æfingaprógram á Training Peaks. Frítt á æfingabúðir í október og apríl.
Hjóna- og paraafsláttur: 32þús af pakka 4 og 20þús af pakka 3.
Styrkur í boði fyrir 18-25 ára sem taka pakka 3 eða 4.
Hægt verður að velja um 3 mismunandi æfingaprógröm á TrainingPeaks.
1. Grunnprógram 1: (11-15 æfingar á viku, 10-16 klst)
2. Grunnprógram 2: (5-7 æfingar á viku, 6-8 klst á viku)
3. IM prógram
Félagsaðild: 6.000,- (Innifalið í öllum pökkum)
Árskort í sund: 18.000,- (hægt að kaupa með pakka 1,2 eða 3). Ótakmarkaður aðgangur í eitt ár að Sundlaug Kópavogs og Salalaug