Jæja þá er komið að því, nýtt æfingatímabil er að hefjast.
Eins og kom fram á kynningarfundinum 23. ágúst, þá er meginþema septembermánaðar styrkur og zone 2 (rólegheita álag). September verður því eftirfarandi;
(1) Styrktar æfingar hjá Hafþóri á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30 í sal 1 í Sporthúsinu.
(2) Sund kl 5:50 á morgnana í Kópavogslaug (án þjálfara en æfingar koma inn á TrainingPeaks) á mánudögum og miðvikudögum. Einnig býðst félögum að mæta á sundæfingar með görpunum á mánudögum og miðvikudögum kl 19:30 í Kópavogslaug (með þjálfara á bakkanum). Ef þið eruð ný getið þið haft samband við þjálfarann (Hákon Jónsson) svo hann geti tekið á móti ykkur með því að senda tölvupóst á garpasund@gmail.com
(3) Hlaupaæfingar hefjast ekki fyrr en vikuna 10. september en hægt verður að hlaupa með hlaupahóp Breiðabliks næskomandi miðvikudag (5. sept) og laugardag (8. sept) kl. 9:00 fyrir utan Kópavogslaug (rólegt hlaup)
(4) Samhjól verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00 og á sunnudögum kl. 9:30. Samhjól hefst fyrir utan Kópavogslaug. Hjólað verður á litlu álagi, sem sagt „spjall hjól“.
NÝLIÐAVIKA sem einnig er hægt að nýta sem prufuviku hefst 10. september. Hákon Hrafn Sigurðsson yfirþjálfari, tekur á móti nýliðum.
(1) Styrktaræfingar hjá Hafþóri á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30 í sal 1 í Sporthúsinu.
(2) Sund kl 19:30 mánudögum og miðvikudögum í Kópavogslaug.
(3) Hlaup á Kópavogsvelli (á braut) kl. 17:30 á miðvikudag og frá Kópavogslaug með hlaupahópi á laugardag kl. 9:00
(4) Samhjól verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00 og á sunnudögum kl 9:30. Samhjól hefst fyrir utan Kópavogslaug. Hjólað verður á litlu álagi, sem sagt „spjall hjól“.
Ekki gleyma svo að skrá ykkur. Fyrsta skref er að senda tölvupóst á thrithraut@breidablik.is (ekki messenger 😊). Næsta skref er að skrá sig í gegn um Nóra hér https://breidablik.felog.is/.