Blikar gerðu flotta ferð til Keflavíkur í lok ágúst og tóku Ofursprettþraut 3N með trompi. Áttu sigurvegara í karla- og kvennaflokki og innsigluðu yfirburðasigur í stigakeppni félagsliða. Hákon Hrafn Sigurðsson kom fyrstur í mark á tímanum 32.22 en hann varð jafnframt annar í stigakeppni einstaklinga eftir tímabilið, Rannveig Guicharnaud sigraði í kvennaflokki á tímanum 36.54, Sjötta sætið í heildina og varð hún stigahæsta konan eftir mót Þríþrautarsambandis 2018, Guðjón Karl Traustason kom 7. í mark á 37.12, Birna Íris Jónsdóttir kom önnur kona í mark á 38.08 og varð önnur í stigakeppni tímabilsins, Kristín Vala Matthíasdóttir kom í mark á 39.47 og varð fyrst í aldursflokki. Bjarni Þór Jónsson kom í mark á 40.03, Inga Dís Karlsdóttir kom í mark á 40.32 og varð þriðja í aldursflokki og Guðmundur Ingi Guðmundsson varð þriðji í aldursflokki á 42.00. Fleiri Blikar gerðu það gott í heildarstigakeppni Þríþrautarsambands Íslands. Sigurður Örn Ragnarsson varð stigahæsti einstaklingurinn, sigraði í öllum þeim mótum er hann tók þátt í. Amanda Marie Ágústsdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokki í þessari stigakeppni. Við óskum þessum vösku Blikum til hamingju með árangurinn á laugardaginn og einnig með glæsilegan árangur í stigakeppni Þríþrautarsambandsins 2018. Myndir tók Hleiðar Gíslason