Íslandsmeistaramót Karatesambands Íslands var haldið í Fylkisseli um helgina. Mótið var fjölsótt og afskaplega skemmtilegt. Margar flottar viðureignir og spennandi. Breiðablik tók að sjálfsögðu þátt og áttu keppendur góðan dag.

Bestum árangri náðu Bjarni Hrafnkelsson í 14-15 ára með silfur og Tómas Aron Gislason í sama flokki með brons. Samúel Týr Sigþórsson McClure var svo með brons í 13 ára flokki. Einnig kepptu Móey María Sigþórsdóttir McClure, Birgir Gauti Kristjánsson og Guðjón Daníel Bjarnason.