Isabella Ósk Sigurðardóttir leikur væntanlega ekki meira með Breiðabliki á tímabilinu eftir í ljós kom að hún sleit krossband á æfingu nú á dögunum.

Fyrir meiðslin var Isabella framlagshæsti íslenski leikmaður Domino´s deildarinnar. Stefnt er að því Isabella fari í aðgerð eins fljótt og auðið er.

Við sendum Isabellu baráttu- og batakveðjur í ferlinu sem nú tekur við hjá henni og hlökkum til að sjá hana aftur á parketinu sem allra fyrst.