Hafið Fiskverslun áfram styrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Afsláttur til Blika

Hafið Fiskverslun og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára.

Hafið hefur rekið fiskverslun í Hlíðarsmára frá árinu 2006 og opnaði aðra verslun í Spönginni árið 2013.

Hafið fiskverslun er með víðtæka dreifingu á ferskum fisk og fiskréttum í mötuneyti, veitingastaði og verslanir um allt land.

Skötuveisla Breiðabliks hefur frá upphafi verið unnið í góðu samstarfi við Hafið og ríkir mikil ánægja með samstarfið milli beggja aðila.

Í tengslum við samstarfið mun Hafið bjóða iðkendum og stuðningsmönnum afsláttarkjör í verslunum Hafsins. Hafið býður 10% afslátt af öllum ferskum fisk og fiskréttum (gildir ekki með öðrum tilboðum) gegn framvísun árskorta, Blikaklúbbskorta eða með því að sýna í Sportabler að foreldrar eigi iðkendur í Breiðabliki.

 

Sigmar Ingi Sigurðarson Markaðs- og viðburðastjóri Breiðabliks og Ingimar Alex Baldursson frá Hafinu fiskverslun undirrita samninginn.