Knattspyrnudeild Breiðabliks og Málning hf. hafa framlengt samstarfssaming sinn til næstu fjögurra ára. Málning var stofnað árið 1953 í Kópavogi og er saga Breiðabliks og Málningar samofin nánast frá upphafi félaganna tveggja. Málning rekur verksmiðju, lager og söludeild á Dalvegi 18 en vörur Málningar er einnig að finna í fjölda verslana víða um land.
Það er Knattspyrnudeildinni gríðarlegt ánægjuefni að tryggja áframhaldandi samstarfi við öflugt félag sem hefur staðið við bakið á félaginu í gegnum súrt og sætt til fjölda ára.
Sigmar Ingi Sigurðarson Markaðs- og viðburðastjóri Breiðabliks og Þórður Davíðsson sölustjóri Málningar hf. undirrita samninginn ásamt iðkendum Breiðabliks.