Aðalfundur Blikaklúbbsins

Aðalfundur Blikaklúbbsins var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Fyrir fundinum lá eitt framboð til formanns frá Erni Örlygssyni. Þar sem engin önnur framboð bárust taldist Örn sjálfkjörinn formaður Blikaklúbbsins.

Aðrir í stjórn voru kjörnir Andrés Pétursson, Hlynur Magnússon og Jón Jóhann Þórðarson auk Hilmars Jökuls Stefánssonar, Rögnu Einarsdóttur og Söndru Sifjar Magnúsdóttur sem koma ný inn í stjórn.

Að loknum aðalfundarstörfum komu þjálfarar meistaraflokka félagsins þeir Ágúst Gylfason og Þorsteinn Halldórsson og fóru yfir stöðuna á leikmannahópum og pælingar varðandi sumarið.