Aðalfundur Blikaklúbbsins var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Fyrir fundinum lá eitt framboð til formanns frá Erni Örlygssyni. Þar sem engin önnur framboð bárust taldist Örn sjálfkjörinn formaður Blikaklúbbsins.

Aðrir í stjórn voru kjörnir Andrés Pétursson, Hlynur Magnússon og Jón Jóhann Þórðarson auk Hilmars Jökuls Stefánssonar, Rögnu Einarsdóttur og Söndru Sifjar Magnúsdóttur sem koma ný inn í stjórn.

Að loknum aðalfundarstörfum komu þjálfarar meistaraflokka félagsins þeir Ágúst Gylfason og Þorsteinn Halldórsson og fóru yfir stöðuna á leikmannahópum og pælingar varðandi sumarið.