Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Breiðabliks var haldinn fimmtudaginn 30. mars í fundarsal Smárans. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins og var ágætlega mætt. Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson stýrði fundinum.

Í framboði til stjórnar voru:

Sigríður H. Kristjánsdóttir, formaður

Eiríkur Aðalsteinsson

Gunnar Sv. Friðriksson

Heimir Snær Jónsson

Atli Björn Þorbjörnsson

Arnar Snær Kárason

Karl Sigfússon

Önnur framboð komu ekki fram og stjórnin var því sjálfkjörin.

Jónas Pétur Ólason og Björk Viðarsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og ganga því úr stjórninni.

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri félagsins tók til máls á fundinum. Vildi hann nota tækifærið til að þakka fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra störf og bauð nýja stjórnarmenn velkomna. Þá þakkaði hann stjórninni fyrir öflugt starf á tímabilinu. Einnig hafði hann orð á því hversu ánægjulegt væri að sjá nýtt fólk bjóða fram krafta sína til að vinna að hag deildarinnar og félagsins.

Á fundinum kom einnig fram mikill samhljómur milli fundarmanna um góða og gagnlega samvinnu milli aðalstjórnar Breiðabliks og stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar. Mikill vilji er til áframhaldandi samvinnu.