Ný stjórn og ný kynslóð stjórnenda tók við á góðum aðalfundi Skákdeildar Breiðabliks í kvöld. Metfjöldi var á fundinum og einnig metlengd fundartíma !

Kristófer Gautason er nýr formaður Skákdeildar Breiðabliks, aðrir í stjórn eru Birkir Karl Sigurðsson, Halldór Grétar Einarsson, Agnar Tómas Möller, Heiðar Ásberg Atlason, Kristín Jónsdóttir og Hallmundur Albertsson.