Á morgun halda 16 drengir fæddir árið 2005 út til Dortmund til þess að taka þátt í sterku alþjóðlegu boðsmóti. Liðin eru 16 talsins og hefja leik í fjórum fjögurra liða riðlum. Spilað verður 1x35mín og fara allir þrír leikir Blika í riðlakeppninni fram á laugardeginum, 8.júní. Þar mæta þeir SC Husen-Kurl, VfL Bochum og VfB Stuttgart. Í kjölfarið verður svo dregið í nýja riðla og spilaðir 2-4 leikir í viðbót á sunnudegi og mánudegi, eftir því hvernig gengur.

Hægt verður að fylgjast með framvindu mótsins á þessari síðu https://www.meinturnierplan.de/showit.php?id=1555333480&fbclid=IwAR1Q76hDAuavTSbnV-Tog6CWTfKODvRjl1zXF441NaMF5mq6nO2dvVBs93Q

Eftirfarandi leikmenn hafa verið valdir í þessa ferð:

Ágúst Orri Þorsteinsson

Ásgeir Helgi Orrason

Benóný Breki Andrésson

Bjarki Freyr Sigurðarson

Bjarki Viðar Björnsson

Dagur Örn Fjeldsted

Eric Mac Rafnarsson

Hilmar Þór Kjærnested Helgason (M)

Húni Ingólfur Björnsson

Jónþór Atli Ingólfsson

Kormákur Pétur Ágústsson

Kristófer Máni Pálsson

Lúkas Magni Magnason

Róbert Luu

Rúrik Gunnarsson

Tumi Fannar Gunnarsson

Þess ber einnig að geta að seint í maí samþykkti Breiðablik boð um að taka þátt í sterku móti í Madrid dagana 12.-16.september. Þetta mót er hinsvegar fyrir stráka fædda 2006 og yngri. Hugað verður að því móti í byrjun júlí og nánari upplýsingar gefnar út.