Knattspyrnudeild Breiðabliks og BYKO hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu þriggja ára. BYKO var stofnað árið 1962 í Kópavogi og hefur BYKO verið styrktaraðili Breiðabliks nánast frá stofnun. BYKO rekur glæsilega verslun í Breiddinni auk þess sem fjölda verslana BYKO má finna á Höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

Knattspyrnudeildin er gríðarlegt þakklát fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og er það mikið gleðiefni að BYKO haldi áfram samstarfi við það öfluga starf sem Knattspyrnudeildin heldur úti.

Sigmar Ingi Sigurðarson Markaðs- og viðburðastjóri Breiðabliks og Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO handsala samninginn.