Vignir Vatnar t.v. að tafli á Írlandi

Vignir Vatnar Stefánsson (t.v. á myndinni) vann alþjóðlega “Glorney Gilbert” skákmótið í Dublin á Írlandi sem lauk í dag með 7 vinningum af 9 mögulegum. Hann vann einnig sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en þrjá slíka þarf til að hljóta nafnbótina. Breiðablik óskar hinum sextán ára gamla skákmeistara til hamingju með þennan glæsilega árangur !

Heimasíða mótsins: https://www.icu.ie/events/1270