Bikarkeppni SSÍ fór fram um þarsíðustu helgi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Hvert félag sendir 2 sundmenn í hverja grein og hver sundmaður má aðeins synda 3 einstaklingsgreinar. Því skiptir máli að hafa góða breidd og velja ekki endilega sundmenn í sínar bestu greinar heldur hugsa um heildarstigasöfnun. Sunddeild Breiðabliks varð í 2. sæti í karladeildinni og í 3. sæti í kvennadeildinni. Sundfélag Hafnarfjarðar vann bikarmeistaratitlinn bæði í karla- og kvennaflokkum í 3. sinn. Samanlagt varð Breiðablik í 2. sæti með 27313 stig og Íþróttabandalag Reykjavíkur í 3. sæti með 26544 stig. Þetta er besti árangur sunddeildar Breiðbliks í bikarkeppni SSÍ.