Flugeldaávísanir HSSK og Breiðabliks fáanlegar í Smáranum

Nú sem fyrr er í gangi samstarf með Breiðabliki og HSSK þar sem Breiðablik selur Flugeldaávísanir og þannig getur fólk stutt við gott starf Hjálparsveitar skáta og íþróttastarfið hjá Breiðablik. Hægt er að fá flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.

Hvaða deild viltu styrkja? Hægt er að tiltaka hvaða deild viðkomandi vill styrkja og fær þá sú deild að njóta stuðningsins.

Upphæð ávísana er 5.000,- og 10.000,- kr. Smárinn er opinn alla daga til kl. 22:00. Ávísunum er síðan framvísað á sölustöðum HSSK .