Jón Þorvaldsson, Dagur Ragnarsson og feðgarnir Viggó Hilmarsson og Hilmar Viggósson frá MótX

Jón Þorvaldsson, Dagur Ragnarsson og feðgarnir Viggó Hilmarsson og Hilmar Viggósson frá MótX

Lokaskákirnar á  Skákhátíð MótX voru tefldar á mánudagskvöldið 24.febrúar. Þetta voru fjórar skákir sem af sérstökum ástæðum hafði annað hvort verið frestað eða þær tefldar fyrir umferðina – skákir á efstu fjórum borðunum sem réðu því úrslitum mótsins.

Kvöldið hófst með því að faðir Gestamótanna, Jón Þorvaldsson lék fyrsta leiknum fyrir Hjörvar Stein Grétarsson í skák gegn Davíð Kjartanssyni. Jón hélt svo áfram með skák þeirra tveggja af alkunnum þokka, leik fram af leik, enda hafði skákin verið tefld átta dögum áður. Nauðsynleg leynd hvíldi yfir skákinni, enginn vissi leikjaröðina eða þekkti úrslitin utan Jóns og teflendanna tveggja sem sátu heima hjá sér í rólegheitum og drukku te samhliða því að horfa á eigin skák í beinni útsendingu.

Skákin var listilega vel útfærð og tefld hjá hvítum. Drepum niður fæti í 14. leik svarts.

Hjörvar Steinn Grétarsson – Davíð Kjartansson

  1. – e5 15.d6!

Lokar menn svarts á drottningarvængnum frá hugsanlegri vörn á kóngsvængnum.

  1. – Rc6 16.c5

Meiri þjöppun

  1. – a5 17.a4

Hleypir svörtum ekki í neitt mótspil

  1. – Hb8 18.h5

Og nú hefst sóknin með miklum yfirburðum í liðstyrk

  1. – b6 19.hxg6 hxg6 20.Bc4! bxc5 21.Bg5! Bf6

22.Dd3!

Og svartur gafst upp. Það er ekkert hægt að gera við beinskeyttum og einföldum hótunum hvíts.

Til þess að bæta enn á spennu mótsins, sem þó var töluverð fyrir, og gera hana nánast óbærilega hafði velgjörðarmaður mótsins, Viggó Hilmarsson hjá MótX, tvöfaldað fyrstu verðlaunin fyrir síðustu umferðina. Þetta féll í góðan jarðveg og ljóst að skákunnendur fengju mikið fyrir sinn snúð. Það var eftir töluverðu að seilast og viljinn til þess að slíðra sverð fljótlega dofnaði snöggtum við þennan rausnarlega gjörning MótX.

Með sameinuðu átaki hefðu synir Larsens, þeir Halldór Grétar og Ingvar Þór, getað knésett toppmennina Guðmund Kjartansson og Dag Ragnarsson og við það hefðu fimm skákmenn skipt með sér hækkuðum fyrstu verðlaununum.

Sjáum hvernig það fór.

Halldór Grétar Einarsson – Guðmundur Kjartansson

Hvítur hafði leikið 16.f5 í síðasta leik, en núna kemur lagleg taktík sem gerir út um skákina.

  1. – Rd4!

Taktík ræður mjög oft úrslitum skáka.

17.cxd4 cxd4 18.Rc4 dxc4 19.fxg6 d3 20.gxf7+ Hxf7 21.Dd2

Ef 21.Rxf7 þá De7 og svartur vinnur lið

  1. – Hd7 22.De3 He7! Og svartur vann stuttu seinna

 

Ingvar Þór Jóhannesson – Dagur Ragnarsson

Síðasti leikur svarts var 21. – h5 og hérna leikur hvítur best 22.d4! með hugmyndinni 22. – exd4 23.e4!.

Líklegast hefur hvítur verið aðeins á undan sér mitt í þungum þankagangi, því hann lék

22.e4??

Þessi leikur fer alveg með skákina.

  1. – Rd4 23.exd5!?

Ef t.d. 23.Db2 þá 23. – Rf4 og svartur stendur til vinnings.

  1. – Rxc2 24.dxe6 Rd4 25.Bf1 Rxe6 og svartur vann stuttu seinna.

Það gætti nokkurrar spennu í stúkunni eftir að öllum skákum var lokið því ljóst var að oddastig myndu skera úr um hver yrði sigurvegari mótsins. Fyrir umferðina voru oddastigin Guðmundi Kjartanssyni í vil, en eftir umferðina hafði dæmið snúist við!

Dagur Ragnarsson er því sigurvegari Skákhátíðar MótX 2020 og er vel að sigrinum kominn. Hann náði einnig þeim áfanga að fara í slétt 2400 eló-stig sem er eitt af skilyrðunum fyrir útnefningu til alþjóðlegs meistaratitils. Dagur á þá einungis eftir að ná einum AM-áfanga til að hljóta titilinn og það er eitthvað sem við megum eiga von á næstu mánuðina. Áfram Dagur!

Röð efstu manna í A-flokki varð með þessum hætti:

Nánar á: http://chess-results.com/tnr505105.aspx?lan=1&art=1&rd=7&fed=ISL

Jón Þorvaldsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Dagur Ragnarsson, Guðmundur Kjartansson og Viggó Hilmarsson.

Guðni Stefán Pétursson sigurvegari B-flokks

Pétur Pálmi Harðarson varð annar í B-flokknum

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, landsliðskona, tók þriðja sæti B-flokks

Helgi Áss Grétarsson, hraðskákmeistari Skákhátíðar MótX 2020

Halldór Grétar Einarsson varð Skákmeistari Breiðabliks

Benedikt Briem varð Unglingameistari Breiðabliks og tekur við óslitinni sigurgöngu bróður síns og Birkis Ísaks Jóhannssonar

Hinn ungi og efnilegi Gunnar Erik Guðmundsson sigraði í flokki ungmenna undir 14 ára aldri

Að lokum viljum við aðstandendur Skákhátíðar MótX óska öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigrana stóra og smáa og þakka keppendum fyrir þátttökuna og áhorfendum fyrir tryggðina og mætinguna á pallana – og síðast en ekki síst, MótX byggingarfélagi, fyrir afskaplega góðan og mikilvægan stuðning. Skák er skemmtileg og verður áfram. Skák er holl hugsun vorri og hugarró. Sjáumst heil og hress að ári!