Fyrsta frjálsíþróttamót utanhússtímabilsins fyrir 11-15 ára fór fram í Kaplakrika í dag.
Breiðablik mætti með glæsilegt 30 manna keppnislið.
Keppendur Breiðabliks okkar unnu flest gullverðlaun á mótinu í dag, tíu talsins.
Auk þess unnu þau fimm silfurverðlaun og átta brons.
Mikið var um bætingar og góð stemning í hópi keppenda og áhorfenda.
Sumarið byrjar vel.