Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks

  1. júní 2020

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur leikmaður Breiðabliks greinst með Covid-19 og hafa Almannavarnir og KSÍ þegar brugðist við, m.a. með frestun leikja og fyrirmælum um sóttkví leikmanna. Breiðablik vinnur náið með Almannavörnum og KSÍ og mun kappkosta að koma frekari upplýsingum á framfæri um leið og þær liggja fyrir.

Breiðablik hefur á undangengnum vikum lagt sig fram við að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda varðandi nálægð, sóttvarnarhólf og fleira í öllu starfi félagsins. Félagið undirstrikar að leikmaðurinn sem um ræðir fór í einu og öllu að fyrirmælum yfirvalda. Nú vinna allir hluteigandi með yfirvöldum við að greina stöðuna og bregðast við.

Breiðablik mun að sjálfsögðu fylgja áfram fyrirmælum Almannavarna í einu og öllu og kappkosta að gera allt sem í sínu valdi stendur til að framfylgja þeim og grípa til allra nauðsynlegra ráðstafanna til að tryggja eins og kostur er öryggi okkar iðkenda, starfsfólks og annarra.

Félagið vill minna alla á að hafa í huga og fara eftir tilmælum yfirvalda um hreinlæti, handþvott og nálægð milli fólks og ítrekar að upplýsingum verður komið á framfæri þegar þær liggja fyrir.

 

Nánari upplýsingar veita:

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri, 690-0642

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar, 866-6194