Íslandsmeistaramótið í 50m laug (opinn flokkur) fór fram í Laugardalslaug um helgina. Mótið var synt í beinum úrslitum, í stað undanrása og úrslita eins og hefur tíðkast síðastliðin ár á þessu móti. 150 keppendur voru skráðir til leiks. Sunddeild Breiðabliks átti 19 keppendur á mótinu í ár og stóðu þeir sig mjög vel.
Breiðablik eignaðist 13 Íslandsmeistara í einstaklingsgreinum og hlutu að auki 4 silfur og 5 brons. Einn Íslandsmeistaratitill kom í hús í boðsundi í 4x200m skriðsundi kvenna, 5 silfur náðust í boðsundi og 2 brons. Breiðablik átti þrjá sundmenn sem urðu allir fjórfaldir Íslandsmeistarar en þau eru; Brynjólfur Óli Karlsson varð Íslandsmeistari í 50m, 100m og 200m baksundi og 200m flugsundi, Kristín Helga Hákonardóttir varð Íslandsmeistari í 200m, 400m og 800m skriðsundi og 200m baksundi og Patrik Viggó Vilbergsson varð Íslandsmeistari í 200m, 400m, 800m og 1500m skriðsundi. Einnig varð Freyja Birikisdóttir Íslandsmeistari í 1500m skriðsundi.
Helstu úrslit mótsins urðu þessi:
400m skriðsund kvenna
1.sæti og Íslandsmeistari Kristín Helga Hákonardóttir
3.sæti Stefanía Sigurþórsdóttir
400m skriðsund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Patrik Viggó Vilbergsson
200m flugsund kvenna
3.sæti Freyja Birkisdóttir
200m baksund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Brynjólfur Óli Karlsson
2.sæti Patrik Viggó Vilbergsson
400m fjórsund kvenna
2.sæti Freyja Birkisdóttir
1500m skriðsund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Patrik Viggó Vilbergsson
50m baksund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Brynjólfur Óli Karlsson
200m skriðsund kvenna
1.sæti og Íslandsmeistari Kristín Helga Hákonardóttir
3.sæti Stefanía Sigurþórsdóttir
100m skriðsund karla
3.sæti Patrik Viggó Vilbergsson
200m flugsund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Brynjólfur Óli Karlsson
800m skriðsund kvenna
1.sæti og Íslandsmeistari Kristín Helga Hákonardóttir
1500m skriðsund kvenna
1.sæti og Íslandsmeistari Freyja Birkisdóttir
200m baksund kvenna
1.sæti og Íslandsmeistari Kristín Helga Hákonardóttir
200m skriðsund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Patrik Viggó Vilbergsson
50m flugsund karla
2.sæti Kristófer Atli Andersen
100m skriðsund kvenna
2.sæti Kristín Helga Hákonardóttir
100m baksund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Brynjólfur Óli Karlsson
200m fjórsund
3.sæti Freyja Birkisdóttir
800m skriðsund karla
1.sæti og Íslandsmeistari Patrik Viggó Vilbergsson
Boðsund
4x200m skriðsund kvenna 1.sæti og Íslandsmeistarar; sveitina skipuðu Freyja, Stefanía, Kristín Helga og Vigdís Tinna
4x200m skriðsund karla 2.sæti; sveitina skipuðu Patrik, Brynjólfur, Guðmundur Karl og Gústav Ragnar
4x100m skriðsund karla 2.sæti; sveitina skipuðu Kristófer Atli, Brynjólfur Óli, Patrik Viggó og Guðmundur Karl
4x100m skriðsund kvenna 2.sæti; sveitina skipuðu Freyja, Stefanía, Kristín Helga og Vigdís Tinna
4x100m fjórsund kvenna 3.sæti; sveitina skipuðu Stefanía, Freyja, Vigdís Tinna og Kristín Helga
4x100m fjórsund karla 2.sæti; sveitina skipuðu Brynjólfur Óli, Daníel Steinn, Kristófer Atli og Patrik Viggó
4x50m fjórsund blönduð sveit – 3.sæti; sveitina skipuðu Brynjólfur Óli, Daníel Steinn, Kristín Helga og Stefanía
4x50m skriðsund blönduð sveit – 2.sæti; sveitina skipuðu Patrik Viggó, Brynjólfur, Stefanía og Kristín Helga
Frábær árangur hjá Breiðablik á þessu ÍM50. Nú tekur við sumarfrí hjá sundfólkinu okkar. Takk sundmenn, þjálfarar, foreldrar/forráðamenn og aðrir stuðningsmenn fyrir flotta helgi. Áfram Breiðablik!
Mynd SSÍ (Golli) af sigursveitinni í 4x200m boðsundi kvenna.