Breiðablik varð Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna A liða um síðastliðna helgi. 🏆
Breiðablik og Stjarnan léku til úrslita í úrslitaleik 5. flokks kvenna á Samsungvellinum í Garðabæ.
Leikurinn var jafn og spennandi eins og úrslitaleikir eiga að vera. ⚽️
Það var Edith Kristín Kristjánsdóttir skoraði mark Breiðabliks á 35 mínútu í 1-0 sigri og Breiðablik varð Íslandsmeistari 5. flokki kvenna A liða árið 2020. 🥇
Til hamingju leikmenn og þjálfarar. 🎉
Á næstu dögum er svo fjöldinn allur af umspils- og úrslitaleikjum hjá Breiðablik.
Leikina má sjá hér
Áfram Breiðablik 💚