Í gær fór fram 97. ársþing UMSK og var þetta fyrsta þingið í sögunni sem fram fór með rafrænum hætti. Það bar helst til tíðinda Valdimar Leo Friðriksson sem hefur verið formaður UMSK síðastliðin 20 ár og hefur unnið mjög gott og óeigingjarnt starf í þágu sambandssins gaf ekki kost á sér og því þurfti að kjósa nýjan formann. Guðmundur Sigurbergsson bar sigur úr býtum í formannskosningunni með afgerandi hætti. Við óskum Guðmundi til hamingju með formanskjörið og bjóðum hann velkominn til starfa.
Blikarnir og frjálsíþróttafólkið Karen Sif Ársælsdóttir og Arnar Pétursson og voru valin íþróttakarl og Íþróttakona UMSK.
Karen er íþróttakona ársins 2020 hjá Breiðabliki en hún er einnig Íslands- og bikarmeistari kvenna í stangastökki og hefur ekki tapað keppni á árinu. Hún var nýlega valin í A-landsliðið í frjálsum íþróttum og æfri í Danmörku.
Arnar gekk til liðs við Breiðablik í upphafi árs 2020 og vann alls sex Íslandsmeistaratitla á árinu, bæði fyrir götuhlaup og langhlaup á braut. Hann stefnir nú á Ólympíuleikana í Tókýó, sem stefnt er á að fari fram í suman, en hann er einnig hlaupaþjálfari og fyrirlesari. Líkt og Karen er Arnar einnig í A-landsliði Íslands.
Flokkur ársins 20202 var kjörinn meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu en liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 2020.
Félagið er afar stolt að eiga eins frambærilegt íþrótta- og félagsfólk innan sinna raða og horfum við björtum augum til framtíðar.