Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks verður haldinn í dag, mánudaginn 8. mars, á 2. hæð í Smáranum kl. 19:30.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Formaður leggur fram skýrslu deildar
3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar
4. Kosning formanns
5. Kosning stjórnarmanna
6. Önnur mál
a. Covid-uppgjör
b. Uppskera fyrir keppnisárið 2020
Hvetjum ykkur öll til að mæta, enda getum við tekið við allt að 200 manns. Megið endilega merkja við mætingu, þurfum að vita nákvæmlega hverjir mæta, út af dottlu.
Getum því miður ekki boðið upp á mat og drykk en bætum ykkur það upp síðar á árinu þegar það verður leyft.
Framboði til stjórnar skal skila að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund. Þess má þó geta að þegar hafa borist næg framboð til stjórnar.