Á morgun, fimmtudaginn 15. apríl, fer allt okkar starf í gang aftur.
 
 
Það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir. Virðum 2 metra regluna eftir bestu getu, notum andlitsgrímu þegar við á og sótthreinsum hendur reglulega.
 
ATHUGIÐ:
-Takmarka skal viðveru á svæðum félagsins.
*Iðkendur skulu aðeins mæta á þeim tíma sem þjálfarar þeirra kveða á um.
*Iðkendur skulu yfirgefa svæðið um leið og þeirra viðburði lýkur.
*Áhorfendur eru BANNAÐIR, nema annað sé tekið fram.
(Nýjustu reglurnar kveða á um að 100 áhorfendur séu leyfðir á íþróttaviðburðum en með því skilyrði að hver og einn fái númerað sæti. Sætaskráning og umsjón/gæsla krefst mannafla sem hvert lið/flokkur/deild þarf að útvega svo að hægt sé að taka við áhorfendum)
 
Við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur!