Íslandsmeistaramót fullorðinni í kata fór fram 29. maí í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, Háteigsvegi. Karatedeildin var með 8 þátttakendur og af þeim nokkrir að keppa á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti í flokki fullorðinna.
Tómas Pálmar Tómasson átti mjög góðan dag, varði Íslandsmeistaratilil í liðakeppni karla frá 2020 ásamt liðsfélögum sínum þeim Tómasi Aroni Gíslasyni og Samúel Tý Sigþórssyni McClure. Samúel Týr aðeins 15 ára gamall og að keppa á sínu fyrsta fullorðins móti. Tómas Pálmar keppti einnig til úrslita í kata karla en tapaði og hlaut því silfur í þeim flokki.
Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill hans á árinu en hann er einnig Íslandsmeistari pilta í einstaklings og liðakeppni í kata.
Breiðablik var einnig í þriðja sæti í liðakeppni í kata og voru það Hákon Garðar Gauksson, Þorgeir Atli Kárason og Róbert Dennis Solomon.
Þegar upp var staðið fékk Breiðablik næstflest stig á mótinu. Flottur árangur sem við getum verið stolt af. Þökkum Karatesambandinu og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót.