Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu.
Breiðablik drógst í B-riðil með stórliðunum Paris Saint-German og Real Madrid ásamt úkraínumeisturunum, WFC Kharkiv.
Þess ber að geta að stelpurnar okkar voru staðsettar í öðrum styrkleikaflokki.
Paris var staðsett í efsta styrkleikaflokki, Madrid í þriðja og Kharkiv í fjóðra og neðsta.
Spilað er heima og að heiman við öll þrjú liðin, samtals sex leikir.
Leikjaniðurröðunin hefur verið staðfest og er eftirfarandi:
6. október = Breiðablik – Paris
13. október = Real Madrid – Breiðablik
9. nóvember = WFC Kharkiv – Breiðablik
18. nóvember = Breiðablik – WFC Kharkiv
8. desember = Breiðablik – Real Madrid
16. desember = Paris – Breiðablik
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan!
Spurning um að skella í stórborgarhópferð?