Á laugardaginn næstkomandi, 25. september, verða bæði Smárinn og Fífan lokuð vegna Alþingiskosninganna sem fara fram í húsinu.

Smárinn verður reyndar líka lokaður á fimmtudaginn og föstudaginn þar sem undirbúningur kosninganna tekur sinn tíma.

Einhverjar æfingar munu falla niður af þessum sökum en aðrar verða færðar á annað.

Vinsamlegast hafið samband við ykkar þjálfara varðandi það.