Laugardaginn 25. september tók Gylfi Þór Sig­urpáls­son við nýrri viður­kenn­ingu, Huldu­næl­unni, fyrstu allra.

Huldu­nælan er kennd við Huldu Pét­urs­dótt­ur sem var um ára­tuga skeið öfl­ug­ur bak­hjarl og stuðnings­maður Breiðabliks en þrír syn­ir henn­ar og Þór­halls Ein­ars­son­ar, sem var í fyrsta landsliði Íslands árið 1946, þeir Ein­ar, Hinrik og Þór­ar­inn, léku með Breiðabliki í öll­um flokk­um á sín­um tíma.

Nælan verður ár­lega veitt einum dygg­um stuðnings­manni knatt­spyrnuliða Breiðabliks í Kópa­vogi.

Það eru Blika­klúbbur­inn, stuðnings­manna­fé­lag Breiðabliks, og Blikar.is, stuðnings­manna­vef­ur meist­ara­flokka fé­lags­ins í knatt­spyrnu, sem standa að viður­kenn­ing­unni.

Nánar má lesa um afhendinguna hér.