2. Grandprix Karatesambands Íslands fór fram 2.-3. október í Síðuskóla á Akureyri. Farið var með rútu norður og gist í Glerárskóla. Mótið var fjölmennt og fór vel fram. Breiðablik var með 15 keppendur í kata og kumite og fylgdu þjálfararnir Móey María Sigþórsdóttir McClure og Tómas Aron Gíslason hópnum ásamt.
Tómas Pálmar átti góðan dag eins og svo oft áður og sigraði í flokki 16-17 ára pilta. Arna Kristín Arnarsdóttir hlaut silfur í kata 12 ára stúlkna.
Verðlaunahafar okkar voru þessir:
- Tómas Pálmar Tómasson – gull í kata 16-17 ára
- Arna Kristín Arnarsdóttir – silfur í kata 12 ára.
- Sigrún Eva Þór Magnúsdóttir – silfur í kata 14-15 ára
- Róbert Dennis Solomon – brons í kata 16-17 ára, brons í kumite 16 – 17 ára.
- Samúel Týr Sigþórsson – brons í kata 16-17 ára, brons í kumite 16 – 17 ára.
- Birgir Gauti Kristjánsson – brons í kata 14-15 ára
- Arey Amalía Sigþórsdóttir – brons í kata 13 ára.
Auk keppenda og þjálfara dæmdu Helgi Jóhannesson, Jóhannes Felix Jóhannesson og Aron Breki Heiðarsson á mótinu fyrir hönd Breiðabliks.
Róbert Dennis og Samúel Týr með brons, Tómas Pálmar með gull í kata 16-17 ára
Samúel Týr og Róbert Dennis með brons í kumite 16-17 ára
Birgir Gauti lengst til vinstri með brons í kata 14- 15 ára
Sigrún Eva langst til hægri með silfur í kata 14-15 ára
Arna Kristín lengst til hægri með silfur í kata 12 ára
Arey Amalía lengst til vinstri með brons í kata 13 ára.