Áhorfendabann

Algjört áhorfendabann er nú í gildi í Fífunni og Smáranum – bæði hvað varðar æfingar og leiki.

 

Eina leiðin fyrir áhorfendur að mæta á leiki í okkar húsnæði er ef að fullorðin aðila tekur á sig að vera ábyrgðaraðili þess leiks (þjálfari viðkomandi Breiðabliksliðs þarf að samþykkja ábyrgðaraðilann).

Hlutverk ábyrgðaraðila eru eftirfarandi:

  • Vera í gulu vesti (hægt að nálgast það í afgreiðslunni)
  • Telja inn, hámark 50
  • Sjá til þess að allir áhorfendur skrá sig á blað(hægt að nálgast í afgreiðslunni) ásamt nafni leikmanns
    • Hámark 2 áhorfendur í nafni hvers leikmanns – Einungis 1 áhorfandi per leikmann í leik/móti þar sem heildarfjöldi keppenda er meiri en 25, t.d. 11 vs 11 fótbolti
  • Sjá til þess að allir séu með grímu

 

Þjálfarar Breiðabliks skulu láta aðkomulið vita tímanlega hvort að áhorfendabann verði í gildi á þeirra leik eður ei.

 

-Eina undantekningin varðandi áhorfendur/fylgdaraðila á við um iðkendur á leikskólaaldri. Hverjum iðkanda á leikskólaaldri má fylgja einn aðili sem skal bera andlitsgrímu.

 

Smitgát

Breiðablik heimilar iðkendum að mæta á æfingar ef neikvæð niðurstaða hefur borist úr fyrra hraðprófinu af tveimur sem ætlast er til að fólk í smitgát fari í.

 

Þjálfarar Breiðabliks þurfa hinsvegar að fá samþykki frá þjálfurum mótherja varðandi það hvort að leikmaður Breiðabliks sem er í smitgát megi taka þátt.

 

-Ef minnsti grunur leikur á smiti og/eða einkennum covid-19 er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að halda sig fjarri starfsemi Breiðabliks þangað til að niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir.