Þar sem að Smárinn er undirlagður næstu fjórar helgar þá mun Íþróttaskólinn okkar færast örlítið til.

Skólinn mun færast yfir á sunnudaga næstu fjórar helgar ásamt því að fara fram í íþróttahúsinu á Kársnesi(við Holtagerði).

Þess ber einnig að geta að uppselt er á vorönnina og þ.a.l. er ekki hægt að fjárfesta í fleiri aðgangskortum(klippikortum).

Nánari upplýsingar er ávallt að finna á facebooksíðu Íþróttaskólans.

Að lokum viljum við minna þá á sem keypt hafa kort og vilja mæta í komandi tíma að merkja við mætingu í gegnum Sportabler.