Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og Lind fasteignasala hafa endurnýjað samstarf sitt!
Lind Fasteignasala verður áfram aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks og munu keppnisbúningar félagsins áfram bera nafn fyrirtækisins framan á búningunum.
Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks og Kristján Þórir Hauksson framkvæmdarstjóri Lind Fasteignasölu skrifuðu undir samning þess efnis á dögunum.
Eysteinn Pétur segir að Körfuknattleiksdeild Breiðabliks sé gríðarlega ánægð með áframhaldandi samstarf við Lind Fasteignasölu sem hefur stutt vel við körfuboltann í Breiðablik og fyrir það sé deildin þakklát. “Við erum að endurnýja samning okkar við öflugt og flott Kópavogsfyrirtæki sem gerir okkur m.a. kleift að halda úti jafn öflugu starfi innan deildarinnar og raun ber vitni.
Jafnframt hvetjum við alla Blika til að eiga viðskipti við Lind Fasteignasölu og styðja þannig enn betur við íþróttastarfið í Kópavogi”.
Kristján Þórir segir það mikið gleðiefni fyrir Lind fasteignasölu að geta stutt við öflugt íþróttastarf hjá bæði yngri flokkum stúlkna og drengja ásamt meistaraflokkum kvenna og karla.
“Við hjá Lind erum mjög spennt fyrir komandi vetri í körfunni þar sem Breiðablik eru mjög vaxandi í íslenskum körfubolta”.
Meðfylgjandi er mynd af undirskriftinni.