UPPFÆRT: Uppselt er á blótið
Stærsta þorrablót í heimi er framundan! 
 
Á fimmtudaginn næstkomandi, 20. október, hefst miðasala á Kópavogsblótið 2023. 
 
Alltof langt er liðið frá síðasta blóti eða tæp 3 ár sem jafnframt var það fjölmennasta í sögunni. 
 
Í fyrra seldist upp á nokkrum klukkustundum en því blóti var því miður aflýst og má því fastlega gera ráð fyrir nýju hraðsölumeti í ár enda biðin orðin óvanalega löng. 
 
Ekki láta þig vanta í Kórinn þann 20. janúar 2023 og tryggðu þér miða í tæka tíð.