Það verður sannkölluð veisla á laugardaginn næstkomandi, 29. október, þegar að Íslandsmeistaratillinn í karlaflokki fer á loft í Kópavoginum.

 

Dagskráin er glæsileg og við hvetjum alla Kópavogsbúa til að fjölmenna.
11:30: Fjölskylduhátíð í Fífunni
– Hoppukastalar frá Skátalandi
– Dominos Pizza og Svali í boði
– Andlitsmálun
– Soccer genius knattþrautir
13:00: Breiðablik – Víkingur í Bestu deildinni
15:00: Íslandsmeistaratitillinn fer á loft og öllum iðkendum boðið inn á völlinn til að fagna meisturunum.
19:30: Kópavogspartý og fögnuður.
-18 ára aldurstakmark og frítt inn
Hlökkum til að sjá sem flesta fagna þessum frábæra árangri með okkur!