Tengibyggingin sem tengir saman Smárann og Fífuna þar sem stólarnir, sófarnir, borðin, sjónvarpið, vaskurinn og fleira er vanalega verður lokuð næstu daga þar sem verið er að skipta um gólf.
Inngangurinn sem merktur er “Fífan” verður því lokaður og þurfa þá allir sem eiga leið í Fífuna að nýta sér neyðarinngang Fífunnar sem merktur er “B” (sjá mynd) og er örlítið til hægri við Fífu innganginn.
Þeir sem treysta sér ekki í tröppurnar geta haft samband við afgreiðsluna sem verður enþá hægt að nálgast í gegnum innganginn sem merktur er “Smárinn” og óskað eftir því að starfsfólkið opni stóru bílskúrshurðina.