Vignir Vatnar ásamt Ásgeiri formanni Breiðabliks

Á mánudagskvöldið síðastliðið var haldin móttökuhátíð fyrir nýjasta stórmeistara landsins, Vigni Vatnar Stefánsson.

Hátíðin fór fram á heimavelli Vignis í glersal Stúkunnar og voru þar samankomnir iðkendur, þjálfarar og stjórnarmeðlimir úr skákdeild Breiðabliks ásamt fulltrúum úr aðalstjórn Breiðabliks og bæjarstjóra Kópavogs.

Eins og fram kom í síðustu viku þá varð Vignir sextándi stórmeistari Íslands í skák en áfanganum náði hann á móti í Serbíu.

Áfanginn skiptist í þrjú þrep og hafði Vignir lokið fyrstu tveimur þrepunum á síðasta ári.

Þess má geta að Vignir er einungis nýorðinn tvítugur og því óhætt að segja að framtíðin sé virkilega björt.

Innilega til hamingju Vignir!