Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Kópavogsvelli um síðustu helgi og óhætt að segja að mikið hafi verið um persónulegar bætingar og ársbesta. Lið HSK/Selfoss sigraði í stigakeppni félagsliða og í þremur aldursflokkum en liðið hlaut samtals 459 stig. Í öðru sæti var lið Breiðabliks með 286 stig og lið ÍR í því þriðja með 260,5 stig. Um leið og við óskum keppendum öllum til hamingju með árangurinn viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg um helgina og gerðu mótið að veruleika fyrir frjálsíþróttafólkið okkar. Öll störf eru mönnuð sjálfboðaliðum og við erum einstaklega þakklát fyrir ykkur öll. Takk Blikar!