** Arnar okkar Pétursson – Íslandsmeistari í hálfu maraþoni **
Hið árlega Akureyrarhlaup fór fram 6. júlí sl. þar sem keppt var í þremur vegalengdum en hálfmaraþonið er jafnframt Íslandsmeistaramót í þeirri vegalengd. Skemmst er frá því að segja að Arnar okkar Pétursson kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni á tímanum 1:08:22 og bætti ársgamalt brautarmet um 26 sek. Sigurinn í hlaupinu skilaði Arnari Íslandsmeistaratitlinum og sendum við okkar manni innilegar hamingjuóskir!
Karlar úrslit
Arnar Pétursson 1:08:22 – brautarmet
Þórólfur Ingi Þórsson 1:13:56
Guðmundur Daði Guðlaugsson 1:14:19
Konur úrslit
Andrea Kolbeinsdóttir 1:17:42 – brautarmet
Íris Anna Skúladóttir 1:18:20 PB
Íris Dóra Snorradóttir 1:21:19
Heildarúrslit hlaupsins má finna á timataka.is
Mynd: Birkir Baldvinsson/FRÍ – Frjálsíþróttasamband Íslands